Nýja Kaupþingi hefur sent frá sér yfirlýsingu  vegna fjölmiðlaumfjöllunar um lántakendur þar sem kemur meðal annars fram að öryggi starfsmanna hefur verið ógnað. Í yfirlýsingunni segir:

,,Vegna umfjöllunar fjölmiðla í gær og í dag um uppgjör skulda ákveðinna lántakenda hjá Nýja Kaupþingi óskar bankinn eftir að taka fram að starfsmönnum, bankastjóra og stjórn bankans er óheimilt skv. lögum að tjá sig opinberlega um málefni einstakra viðskiptavina."

Í ljósi þess að öryggi starfsmanna bankans hefur verið ógnað telur bankinn sér skylt að upplýsa eftirfarandi: Í máli sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum hafa engar ákvarðanir um afskriftir verið teknar. Bankinn ítrekar að í hverju máli er unnið eftir ítarlegum verklagsreglum og að lögð er mikil áhersla á sanngjarna málsmeðferð öllum til handa."