Ósk Heiða Sveinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts og hefur hún þegar hafið störf. Íslandspóstur greinir frá þessu í fréttatilkynningu.

Ósk Heiða hefur mikla reynslu á sviði markaðsmála og bakgrunn úr upplýsingatækni, smásölu og ferðaþjónustu. Ósk Heiða starfaði síðast sem markaðsstjóri Trackwell, þar á undan var hún markaðsstóri Krónunnar og Íslandshótela.  Hún er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá Háskóla Íslands. Ósk Heiða er gift Magúsi Frey Smárasyni, rafmagnsverkfræðingi hjá Eflu og eiga þau tvö börn.

„Ég er mjög spennt fyrir því að þátt í þeirri vegferð sem Íslandspóstur er í. Fyrirtækið stendur á miklum tímamótum og framundan eru bæði mikilvæg verkefni og fjölmörg tækifæri til að ná meiri árangri í markaðsmálum og þjónustu við viðskiptavini. Ég hlakka til þess að leggja mitt af mörkum," segir Ósk Heiða Sveinsdóttir, í tilkynningunni.

„Það er frábært að fá Ósk til liðs við okkur hérna hjá Póstinum, hún hefur gríðarlega reynslu á sviði markaðsmála og ég veit um að hún muni koma mjög sterk inn og hjálpa okkur í þeim fjölmörgu verkefnum sem framundan eru. Við þurfum að bæta þjónustu til viðskiptavina og ekki síst að koma réttum skilaboðum áleiðis á réttum tíma. Ég er þess fullviss um að Ósk verður frábær liðsstyrkur í þau verkefni," segir Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu -og markaðssviðs Íslandspósts.