*

fimmtudagur, 4. júní 2020
Fólk 30. september 2019 13:14

Ósk Heiða stýrir markaðsmálum Póstsins

Ósk Heiða Sveinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Ósk Heiða Sveinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts og hefur hún þegar hafið störf. Íslandspóstur greinir frá þessu í fréttatilkynningu.

Ósk Heiða hefur mikla reynslu á sviði markaðsmála og bakgrunn úr upplýsingatækni, smásölu og ferðaþjónustu. Ósk Heiða starfaði síðast sem markaðsstjóri Trackwell, þar á undan var hún markaðsstóri Krónunnar og Íslandshótela.  Hún er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá Háskóla Íslands. Ósk Heiða er gift Magúsi Frey Smárasyni, rafmagnsverkfræðingi hjá Eflu og eiga þau tvö börn.

 „Ég er mjög spennt fyrir því að þátt í þeirri vegferð sem Íslandspóstur er í. Fyrirtækið stendur á miklum tímamótum og framundan eru bæði mikilvæg verkefni og fjölmörg tækifæri til að ná meiri árangri í markaðsmálum og þjónustu við viðskiptavini. Ég hlakka til þess að leggja mitt af mörkum," segir Ósk Heiða Sveinsdóttir, í tilkynningunni.

„Það er frábært að fá Ósk til liðs við okkur hérna hjá Póstinum, hún hefur gríðarlega reynslu á sviði markaðsmála og ég veit um að hún muni koma mjög sterk inn og hjálpa okkur í þeim fjölmörgu verkefnum sem framundan eru. Við þurfum að bæta þjónustu til viðskiptavina og ekki síst að koma réttum skilaboðum áleiðis á réttum tíma. Ég er þess fullviss um að Ósk verður frábær liðsstyrkur í þau verkefni," segir Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu -og markaðssviðs Íslandspósts.