Gunnar Felixson forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar hefur tilkynnt stjórn félagsins að hann hyggist láta af störfum eftir næsta aðalfund TM, væntanlega 15. mars 2005. Stjórn félagsins hefur ákveðið á fundi sínum í dag að ráða Óskar Magnússon sem forstjóra frá þeim tíma en hann mun hefja störf hjá félaginu 15. nóvember nk.

Gunnar Felixson hefur starfað hjá Tryggingamiðstöðinni frá 1960. Hann varð aðstoðarforstjóri 1976 og forstjóri 1991. Óskar Magnússon hefur undanfarin ár verið forstjóri Og Vodafone. Hann útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands og lauk mastersprófi í alþjóðaviðskiptum frá George Washington háskóla í Bandaríkjunum.