Össur fékk nýverið einkaleyfi í Bandaríkjunum á koltrefjaspelkum sem settar eru í kringum ökklann, ef fóturinn getur ekki haldið ökklanum, sem er algengt eftir slag eða mænuskaða, að sögn Hilmars Braga Janussonar þróunarstjóra og áréttar að spelkurnar séu eins fyrirferðalitlar og mögulegt er.

Hann segir einkaleyfisumsóknina vera lið í stefnu og vöruþróun fyrirtækisins, að vera sífellt að þróa nýja tækni og vörur en Össur fær um átta til fimmtán ný einkaleyfi á ári. Og það tekur um tvö til fimm ár að fá þau veitti, stundum lengur.

Einkaleyfið var veitt í Bandaríkjunum. "Þetta virkar þannig að þú sækir um einkaleyfi á einum stað og færð það veitt, svo í framtíðinni, færir þú þig yfir í önnur lönd og þá heldur þú forgangsréttinum í fyrsta landinu. Það er samningur á milli landa um það, að viðurkenna forgangsrétt í ákveðinn tíma. Ef þú sækir um á Íslandi færðu 18 mánuði í öðrum löndum. Ef þú sækir hann ekki, fellur rétturinn niður og hver sem getur nýtt sér einkaleyfið," segir Hilmar Bragi.

Össur er að vinna með yfir 90 einkaleyfi og er með um 20 til 30 umsóknir á hverjum tíma í vinnslu.