Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sigraði Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fór í dag.

Alls greiddu um 2.500 manns atkvæði sem þýðir að kjörsókn var um 38%.

Fyrstu 8 sæti listans eru bindandi kosning. Niðurstöður voru á þessa leið:

  1. Össur Skarphéðinsson með 972 atkvæði í 1. sæti
  2. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir með 1322 atkvæði í 1.-2. sæti
  3. Helgi Hjörvar með 1205 atkvæði í 1.-3.sæti
  4. Valgerður Bjarnadóttir með 1255 atkvæði í 1.-4. sæti
  5. Skúli Helgason með 1246 atkvæði í 1.-5. sæti
  6. Björk Vilhelmsdóttir með 1350 atkvæði í 1.-6. sæti
  7. Mörður Árnason með 1477 atkvæði í 1.-7.sæti
  8. Anna Margrét Guðjónsdóttir með 1381 atkvæði í 1.-8. sæti

Aðeins munaði 68 atkvæðum á Sigríði Ingibjörgu og Össuri í fyrsta sætið. Össur fékk sem fyrr segir 972 í 1. sætið og Sigríður Ingibjörg 904 atkvæði.