*

föstudagur, 14. ágúst 2020
Innlent 11. apríl 2016 08:28

Ótímabært að fastsetja dagsetningu

Bjarni Benediktsson segir ekki útilokað að ríkisstjórnin komi með fjárlagafrumvarp til kynninga í haust.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, segir ótímabært að fastsetja dagsetningu kosninga. Þetta kemur fram í viðtali hans við Morgunblaðið.

Segir hann ríkisstjórnina hafa verið alveg skýra með það að hún vilji ljúka ákveðnum málum fyrst. Eitt af því sem þurfi að horfa til er hvernig haga eigi því hvernig stjórnkerfið undirbúi fjárlagagerð fyrir næsta ár. 

Bjarni segir jafnframt að ekki er útilokað ríkisstjórnin komi með fjárlagafrumvarp til kynninga í haust og síðan verði gengið til kosninga skömmu síðar.

Stikkorð: Bjarni Benediktsson