Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins, á ársfundi flokksins þann 5. september næstkomandi. Þessu greinir RÚV frá.

Í Morgunútgáfunni í morgun sagðist Óttarr vissari en áður um erindi Bjartrar framtíðar og gildi flokksins í íslenskri pólitík. Í Morgunútgáfunni sagðist hann ekki hafa neinn persónulegan metnað að fá forskeyti fyrir framan nafnið sitt en fyndist það skylda sín sem þingmaður flokksins að bjóða sig fram eða vera opinn fyrir því að taka að sér einhver trúnaðarstörf.