*

þriðjudagur, 20. ágúst 2019
Erlent 8. júní 2018 18:02

Óttast að eftirspurn eftir iPhone minnki

Fjárfestar hafa áhyggjur af því að salan á iPhone hætti að aukast jafn mikið milli ára og hún hefur gert undanfarin ár.

Ritstjórn
Iphone símarnir hafa notið gífurlega vinsælda í áraraðir.
Aðsend mynd

Apple ætlar að framleiða 20% minna af næstu gerð iPhone símana sinna. Það þykir benda til þess að fyrirtækið óttist það að salan á iPhone símunum muni dragast saman. Þetta kemur fram á vef CNN.

Á síðasta ári framleiddi Apple 100 milljónir eintaka af iPhone 8, iPhone 8 plus og iPhone X, en nú ætla þeir að framleiða 80 milljónir eintaka í nýju iPhone línunni.

Fjárfestar hafa lengi haft áhyggjur af því að salan á iPhone hætti að aukast jafn mikið milli ára og hún hefur gert undanfarin ár. Apple seldi rúmlega 52 milljónir eintaka af iPhone fyrstu þrjá mánuði ársins og var það aðeins 3% aukning í sölu miðað við árið á undan.   

Stikkorð: Apple Iphone