Fyrrum fylkisstjórinn Mitt Romney og öldungardeildarþingmaðurinn Ron Paul myndu báðir vinna Barack Obama forseta ef kosið væri nú til embættis forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í könnun sem Rassmussen í Bandaríkjunum gerði.

Mitt Romney hefur margoft verið yfir Obama í könnunum undanfarna mánuði. Romeny hefur þó ekki verið yfir Obama frá því í lok desember en Romney fengi 45% en Obama 43% atkvæða.

Ron Paul mælist nú í fyrsta sinn sterkari en Obama. Paul fengi 43% en Obama 41%.

Hinir tveir frambjóðendurnir í forvali Repúblíkana myndu bíða í lægra haldi fyrir Obama. Rick Santorum fengi 43% en Obama 45%. Newt Ginrich myndi tapa stórt og fengi aðeins 39% en Obama 49%.

Forval Repúblikanaflokksins 2012.
Forval Repúblikanaflokksins 2012.