*

miðvikudagur, 27. október 2021
Innlent 8. apríl 2018 19:02

Óvissa um flug til Miami

Óvíst er hvort Wow air haldi áfram flugi til Miami næsta vetur en ljóst er að ekki verður flogið þangað í sumar.

Ritstjórn

Óvíst er með framhaldið á flugi Wow air til Miami að því er Túristi greinir frá. Ekki verður flogið til Miami í sumar og ekki er komið á hreint hvort Miami verði hluti af næstu vetraráætlun flugfélagsins.

Wow air hefur verið eitt um flugið milli Íslands og Miami en Icelandair hafa flogið til tveggja annarra áfangastaða í Flórída, Tampa og Orlando. Því verður að teljast ólíklegt að Icelandair hefji líka flug til Miami.

American Airlines, sem hóf flug frá Dallas í Texas til Íslands í sumar gæti viljað fljúga til Keflavíkur frá Miami þar sem félagið notar flugvöllinn til Evrópuflugs.