Sem kunnugt er hlekktist annarri Dash 8 vélum Flugfélags Íslands, dótturfélag Icelandair Group, á í lendingu í Nuuk á Grænlandi sl. föstudag.

Í tilkynningu frá Icelandair Group til Kauphallarinnar kemur fram að tjón varð á skrokki vélarinnar og hreyflum, en gera megi ráð fyrir að það sé töluvert. Flugfélagið sé þó að fullu tryggt fyrir öllu tjóni, nema tjóni vegna tekjumissis sem leiðir af því að missa eina vél úr rekstri leiðakerfis Flugfélagsins næstu vikurnar.

Ekki liggur fyrir hve mikið tjónið verður en það mun hafa óveruleg áhrif á rekstur Icelandair Group segir í tilkynningunni.