Í viðtali á dögunum, við blaðið Vangardia, gagnrýndi Frans páfi hagkerfi heimsins og hvernig það kastar ungum til hliðar, metur pening fram yfir fólk og þrífst á stríðsgróða.

Páfinn benti á að í sumum löndum væri atvinnuleysi meðal ungs fólks meira en 50 prósent og að við værum að kasta heilli kynslóð til hliðar til þess eins að viðhalda hagkerfi sem fer í stríð til að þrífast, eins og heimsveldi hafa alltaf gert.

Frans páfi sagði að vegna þess að við gætum ekki farið í þriðju heimsstyrjöldina, stæðum við í svæðisbundnum deilum. Við framleiðum og seljum vopn til að viðhalda efnahagslífinu.

Páfinn gagnrýndi einnig að enn stæði hungursneið í heiminum þrátt fyrir að nægur matur væri til að fæða alla þá hungruðu í heiminum. Hann sagði þarfir fólksins ættu að vera í hjarta hagkerfisins.