Pálmi Guðmundsson hefur sagt upp störfum hjá 365 miðlum. Ástæðan er skipulagsbreytingar sem gerðar voru nýverið. „Nýverið voru gerðar skipulagsbreytingar hjá fyrirtækinu sem mér hugnuðust ekki. Þess vegna ákvað ég að segja upp störfum. Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegur tími og þetta er ekki verri endapunktur en hver annar,“ segir Pálmi í samtali við Morgunblaðið sem greinir frá uppsögn hans í dag.

Nýlegar skipulagsbreytingar hjá 365 miðlum fólu meðal annars í sér Freyr Einarsson varð yfirmaður Sjónvarps, en hann var áður yfir fréttastofu Stöðvar 2, Vísi og íþróttum. Pálmi, sem var yfir dagskrá Stöðvar 2, var undir verkstjórn Freys eftir breytingarnar.