Pálmi Haraldsson hefur náð yfirráðum í sænska tæknifyrirtækinu MultiQ og hefur áhuga á yfirtökum í Svíþjóð. Þetta kemur fram í samtali hans við við sænska dagblaðið Dagens Industri í dag.

?Skilyrðin eru góð í Svíþjóð og ég hef áhuga að fleiri fyrirtækjum sem eru skráð í kauphöllina í Stokkhólmi," segir Pálmi.

Viðskiptablaðið greindi frá því í desember í fyrra að sænska félagið ZetaDisplay hefði eignast rúmlega 10% hlut í MultiQ, en Pálmi er stærsti hluthafinn í ZetaDisplay.

Tap var af rekstri MulitQ, sem sérhæfir sig í framleiðslu flatskjáa, á fyrsta ársfjórðungi 2006 og nam tapið 4,76 milljónum sænskra króna, samanborðið við 1,63 milljóna sænskra króna rekstrarhagnað á sama tíma í fyrra.

Velta dróst saman í 19,19 milljónir sænskra króna úr 26,84 milljónum á tímabilinu.