Hlutabréf í danska skartgripaframleiðandanum Pandoru hafa hríðfallið frá því um áramót. Virði bréfanna hefur helmingast frá því að þau risu sem hæst um miðjan janúar.

Pandora var skráð í kauphöll í Danmörku þann 5. Október í fyrra. Skráningargengið var 210 danskar krónur. Bréfin hækkuðu mikið til að byrja með og fóru mest upp í 367,5 danskar krónur á hlut í janúar. Síðasta fimmtudag var gengi bréfanna 183,1 danskar krónur á hlut, eða um 13% lægra en þegar félagið var skráð á markað.

Endurheimtur Seðlabanka Íslands af láni sem bankinn veitti Kaupþingi í október 2008 með veði í danska bankanum FIH eru að miklu leyti bundnar við gengi bréfa í Pandoru. Sú tenging er tilkomin vegna þess að Seðlabankinn veitti seljendalán upp á 67, milljarða króna þegar hann seldi FIH bankann í fyrra. Höfuðstóll lánsins mun lækka í takt við ölu eigna sem eru´i fjárfestingasjóðnum Axcel III, sem er í eigu FIH. Langstærsta eign Axcel III er 7,4% hlutur í Pandoru sem hann má ekki selja fyrr en í október. Því er ljóst að fall bréfanna er þegar farið að hafa gríðarleg áhrif á mögulegar endurheimtur Seðlabanka Íslands.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.