Á nýuppfærðum lista Icelandair Group yfir tuttugu stærstu hluthafa í fyrirtækinu sést að bandaríski vogunarsjóðurinn PAR Capital Management hefur síðustu daga haldið áfram að selja bréf fyrirtækinu. Þetta kemur fram á vef Túrista .

Nú nemur hlutur sjóðsins 11,64 prósentum en hann var 13,5 prósent áður en stjórnendur PAR Capital hófu að selja bréfin í smáskömmtum nú í vor.

Nýtt fyrirtæki á hluthafalistanum er eignarhaldsfélagið Zukunuft en félagið er skráð fyrir 45 milljónum hluta í Icelandair eða 0,83%. Það er Högni Pétur Sigurðsson, fjárfestir og eigandi Hard Rock Café, sem er skráður eigandi Zukunft.