*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 13. nóvember 2017 11:33

PCC fær starfsleyfi á Bakka

Starfsleyfi fyrir kísilver við Húsavík gildir til ársins 2033, en það er fyrir allt að 66 þúsund tonna framleiðslu á ári.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Fyrirtækið PCC BakkiSilicon hf. hefur fengið starfsleyfi frá Umhverfisstofnun til framleiðslu á hrákísli í nýbyggðri verksmiðju sinni á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík.

Hyggst félagið framleiða hrákíslil sem er 98,5% hreinn, að því er kemur fram á vef stofnunarinnar en veitt er heimild til framleiðslu á allt að 66 þúsund tonnum á árinu.

Mun félagið hafa nokkurn aðlögunartíma, eða til 30. júní árið 2020 til að uppfylla ítrustu kröfur um mengunarvarnir, en starfsleyfið sjálft gildir til 8. nóvember árið 2033.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is