Tryggingamiðstöðin freistar þess nú að endurheimta 2,5 milljarða króna sem voru lagðir inn á peningamarkaðsreikning hjá VBS fjárfestingarbanka í janúar síðastliðnum.

Ákvörðun um þetta var ekki borin undir stjórn TM heldur tekin af forstjóra félagsins í samráði við stjórnendur FL Group sem voru þá nýbúnir að eignast TM.

Stjórn TM fékk upplýsingar um málið í september síðastliðnum.

Í júní sl. herti stjórnin reglur um fjárfestingastarfsemi félagsins og takmörkuðu þær áhættu á virðisrýrnun eignasafnsins.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .