„Halda þarf í núverandi peningastjórnunarkerfi með fljótandi gengi og verðbólgumarkmiði Seðlabankans,“ sagði Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingurSeðlabanka Íslands, á opnum fyrirlestri hagfræðideildar Háskóla Íslands í gær.

Arnór sagði peningastefnuna vera langhlaup. Þó svo að nokkrir sprettir tapist, þurfi að horfa fram á veginn. Að hans mati er tvennt í stöðunni í baráttu Seðlabankans við verðbólgu; umbætur og aðhald með núverandi stefnu í peningamálum eða inngöngu í Evrópusambandið og uppöku evru.

„Þar sem innganga í ESB er ekki á dagskrá í bráð, er nauðsynlegt að halda í núverandi kerfi og styrkja það frekar,“ sagði Arnór.

Stýrivextir Seðlabankans eru háir og þeir munu verða það áfram. Áhrifamáttur stýrivaxta er ekki nægilegur hérlendis. Arnór segir það þó vera ýkjur að peningastefnan sé gagnslaus. Háir stýrivextir eru nauðsynlegir, að hans mati, m.a. vegna stærðar eftirspurnarskella og vegna þess hve erfitt sé að skapa traust um verðbólgumarkmið.

________________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .