Royal Philips Electronics mun selja það sem eftir er af farsímastarfsemi sinni til China Electronics Corp., en kaupverðið var ekki gefið upp. Sala starfseminnar nam um 35 milljörðum króna, aðallega í Asíu og Austur-Evrópu. Raftækjasala Philips nam 893 milljónum króna á síðasta ári og heildarsala fyrirtækisins nam 2.610 milljörðum króna. Talsmenn Philips segja að fyrirtækið muni einbeita sér frekar að vörum með meira hagnaðarhlutfall á borð við flatskjái, heimabíó og fylgihluti tengda því.