*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Innlent 12. desember 2016 08:13

Píratar og Samfylking vilja halda áfram

Píratar og Samfylkingin hafa samþykkt að halda áfram formlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Meiri óvissa ríkir með VG, Bjarta framtíð og Viðreisn.

Ritstjórn
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Birgitta Jónsdóttir, þingsflokksformaður Pírata og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Haraldur Guðjónsson

Þingflokkar Pírata og Samfylkingarinnar hafa samþykkt að halda áfram formlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Hins vegar ríkir meiri óvissa með afstöðu Vinstri grænna, Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar. Þessu er greint frá í Morgunblaðinu og í frétt RÚV.

Haldinn verður úrslitafundur í hádeginu í dag þar sem að framhaldið verður ákveðið. Katrín Jakobsdóttir sagði um miðnætti í gær að haldið áfram væri að funda á morgun innan þingflokks Vinstri grænna.

Þingmenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar funduðu saman þar til seint í gærkvöldi. Katrín Jakobsdóttir talaði jafnframt við Birgittu Jónsdóttur, þingsflokksformann, Pírata. Haft er eftir Birgittu Jónsdóttur í Morgunblaðinu að flokkarnir væru sammála um að fara í ákveðnar breytingar, en væru ósammála um leiðir í hinum ýmsu málum.