Sala á Dominospizzum í Bretlandi jókst um 20% á mánudag í síðustu viku þegar beðið var eftir fréttum af fæðingu Georgs litla, prins af Cambridge. Bresku sjónvarpsstöðvarnar sýndu minútum saman myndir af dyrum sjúkrahússins þar sem Kate Middleton ól Georg litla.

Við erum mjög ánægð með að kóngafjölskyldan hafi aukið söluna hjá okkur, sagði Lance Batchelor, framkvæmdastjóri Dominos. „Þegar George prins var að koma í heiminn jókst sala um 20% miðað við sama dag vikuna áður og 12% ef miðað er við sama dag fyrir ári síðan. Margir Bretar horfðu á sjónvarpið og vildu að einhver annar eldaði matinn fyrir þá,“ sagði hann.

Meira má lesa um málið á vef Independent .