Áhugamál Sigurðar G. Guðjónssonar utan lögmennskunnar eru fjölbreytt og má þar nefna knattspyrnu. Á Facebook síðu Sigurðar má sjá myndir af því þegar hann hitti Michel Platini en þar má sjá að verið var að bera saman hæð þeirra.

Hver er forsaga málsins?

„Michel Platini var ofboðslega góður knattspyrnumaður og spilaði áður með Juventus, þá trúði ég því ekki að hann væri 180 cm á hæð. Ég sagði við konuna mína ef þessi maður er 180 cm þá er ég 181 cm, og við fórum í veðmál um það. Ég er lögmaður knattspyrnusambandsins og hitta hann einn daginn og sagði að ég væri í veðmáli við konuna mína um hvor okkar væri hærri. Ég bað um mynd með honum til að fá sönnun þess, svo kom í ljós að ég var aðeins lægri en hann,“ segir Sigurður.

Var það svekkjandi?

„Já, ég tapaði veðmálinu,“ segir Sigurður.

Ítarlegt viðtal við Sigurð G. Guðjónsson er í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .