*

þriðjudagur, 25. janúar 2022
Innlent 4. nóvember 2021 17:05

Play opnar skrifstofu í Litháen

Play vill halda niðri kostnaði og auka aðgengi að sérfræðingum með því að opna útibú í Litháen. Rekstrartekjur voru undir væntingum.

Ritstjórn
Birgir Jónsson, forstjóri Play.
Eyþór Árnason

Flugfélagið Play hyggst opna útibú í Vilníus í Litháen í desember þar sem hluti af starfsemi félagsins mun fara fram.

Í tilkynningu frá Play er haft eftir Birgi Jónssyni forstjóra félagsins að með þessu móti verði aðgengi að sérfræðiþekkingu betra og halda megi halda niðri launakostnaði sem geri félaginu mögulegt að bjóða sem lægst fargjöld. Engum verði sagt upp hér á landi vegna þessa heldur verði um viðbót að ræða vegna vaxandi umsvifa félagsins. Höfuðstöðvar Play sem og áhafnir og annað starfsfólk sem vinnur að flugrekstri verði áfram hér á landi. Búist er við að 15 til 20 starfsmenn starfi senn í Vilníus og munu þau sinna sinna ýmsum stoð- og tæknihlutverkum.

Helsti samkeppnisaðilinn Icelandair hefur verið með skrifstofu í öðru Eystrasaltslandi, Eistlandi, um árabil. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair boðaðið árið 2018 þegar hann var nýlega tekinn við að fjölga ætti störfum í Eistlandi til að bæta afkomu félagsins.

Tekjur undir væntingum í sumar

Þá tilkynnti félagið einnig 10,8 milljón dollara tap á þriðja ársfjórðungi, sem er fyrsti heili ársfjórðungurinn frá því að félagið hóf áætlunarflug í lok júní. Rekstrartekjur námu 6,7 milljónum dollara en rekstrarkostnaður 12,3 milljónum dollara.

Reksturinn er sagður hafa verið undir væntingum á fjórðungnum vegna heimsfaraldursins. Félagið dró sætaframboði í september vegna aukinnar útbreiðslu veirunnar. Enn sé töluverð óvissa vegna fjölgunar smita þrátt fyrir að fleiri séu bólusettir en áður. Nýleg fjölgun smita hafi enn ekki haft áhrif á eftirspurn.

Október besti mánuðirnn til þessa

Í júlí var sætanýting 41,7% þegar Play flutti 9.899 farþega sinn fyrsta heila mánuð í háloftunum. Sætanýting var 46,6% og farþegarnir voru um 17,300 og í september flutti Play 15.223 farþega og sætanýtingin var 52,1%. Í október var sætanýtingin svo 67,7% og flugfélagið tæplega 25.000 farþega.

Stikkorð: Play