Halldór Baldursson, skopmyndateiknari, byrjaði að teikna í Viðskiptablaðið fljótlega eftir stofnun þess árið 1994 og árið 2005 byrjaði hann að teikna daglega í Blaðið. Halldór fylgdi Ólafi Stephensen yfir á Fréttablaðið en hann segir að þeirra pólitíska sýn nái ágætlega saman.

„Ég man eftir því að hafa reynt að fá vinnu við að sjá um pólitískar skopmyndir hjá DV eða Dagblaðinu eftir tvítugt. Ég talaði þá við Jónas [Haraldsson] og honum fannst ég ekki vera tilbúinn í þetta. Ég hélt því áfram að myndskreyta tímarit og blöð. Ég fékk síðan tækifæri hjá Óla Birni Kárasyni á Viðskiptablaðinu sem fékk mig í þetta. Árið 2005 byrjaði ég á Blaðinu og fór þá að gera þætti á hverjum degi en fram að því höfðu skopmyndirnar verið aukabúgrein. Blaðið breyttist síðan í 24 stundir og svo fór ég á Moggann. Ég elti síðan Ólaf Stephensen yfir á Fréttablaðið.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.