Pósturinn mun á næstunni opna fyrir nýja þjónustu þar sem viðtakendur póstsendinga geta skráð sérstakt póstbox á sínu nafni. Gerir þjónustan þeim kleift að nálgast pakka hvenær sem þeim hentar alla daga ársins.

Þjónustan virkar þannig að þegar vara er pöntuð á netinu þarf að rita sérstakt P-númer í reitinn fyrir heimilisfang, auk þess að tilgreina staðsetningu póstboxins og póstnúmer þess. Hólfin í póstboxunum koma í þremur mismunandi stærðum og mega pakkar ekki vera þyngri en 20 kg.

Póstboxin eru staðsett á sjö mismunandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu í alfaraleið, eða hjá Húsgagnahöllinni, Smáralind, Kaplakrika, 10/11 Barónstíg, Mjódd, Olís Garðabæ og við Sólvallagötu.

Nánari upplýsingar má finna hér .