Pósturinn og Síminn hafa tekið höndum saman þannig að viðskiptavinir Símans geta gengið að búnaði og frelsiskortum vísum hjá Póstinum á landsbyggðinni frá 1. ágúst.

Stöðum þar sem hægt verður að nálgast búnað Símans fjölgar með samstarfinu. Íbúar Eskifjarðar, Hellu, Hvolsvallar, Búðardals og Dalvíkur geta nú einnig nálgast búnað í heimabyggð.

„Við höf­um verið að efla póst­hús­in sem þjón­ustumiðstöðvar og nýta net okk­ar um land allt til að bjóða upp á marg­vís­lega þjón­ustu viðskipta­vin­um okk­ar til hags­bóta. Sam­starfið við Sím­ann smellpass­ar við þessa stefnu okk­ar,“ er haft eft­ir Ingi­mundi Sig­urpáls­syni, for­stjóra Pósts­ins, í til­kynn­ingu.

Samstarfið við Póstinn felur í sér veigamiklar breytingar á þjónustu Símans á landsbyggðinni. Síminn skipti áður við sautján ólík fyrirtæki á nítján stöðum.