Viðburða- og ferðaþjónustufyrirtækið Practical var nýlega valið besti þjónustuaðilinn á Íslandi af ferðatímaritinu The Mice Report . Þetta kemur fram í tilkynningu frá Practical. Það eru áskrifendur og lesendur blaðsins sem senda inn tilnefningar til verðlaunanna og dómnefnd velur að lokum sigurvegara í hverjum flokki fyrir sig.

Practical hlaut verðlaunin í flokknum Best DMC in Iceland en DMC stendur fyrir Destination Management Company eða besti ferðaskipuleggjandinn á Íslandi.

Marín Magnúsdóttir stofnandi Practical segir í tilkynningu Practival að viðurkenning af þessu tagi skipti fyrirtæki á borð við Practical miklu máli og að verðlaunin séu viðurkenning á því metnaðarfulla starfi sem starfsmenn vinna.

„Við höfum á síðustu árum gengið í gegnum miklar breytingar og endurskipulagningu á sama tíma og við höfum styrkt teymið okkar og sett okkur skýrari markmið en áður," segir Marín sem telur næg verkefni framundan í ferðaþjónustu hér á landi. Hún segir verðlaunin mikla hvatningu fyrir fyrirtækið og vísbendingu um að þau séu á réttri leið.

Þetta er í annað sinn sem Practical hlýtur viðurkenningu af þessu tagi en árið 2009 fékk fyrirtækið  SITE Crystal verðlaun í flokki framúrskarandi hvataferða.