Hollenska prenthylkisframleiðandinn 123inkt segist hafa fengið meira en þúsund kvartanir á einum degi í kjölfar hugbúnaðaruppfærslu prenthylkisframleiðandans HP.

Samkvæmt tilkynningu frá HP geta prentarar frá fyrirtækinu nú einungis átt samskipti við prenthylki frá HP. Jafnframt sagði fyrirtækið að margir prentarar þess hefðu haft þetta skilyrði innbyggt. Þetta kemur fram í frétt bbc .

Reiðir viðskiptavinir

„Markmið uppfærslunnar er að vernda tækninýjungar og hugverk HP,“ segir í yfirlýsingunni.

Aðgerðirnar hafa valdið mikilli reiði margra viðskiptavina fyrirtækisins enda eru prenthylki HP mun dýrari en frá öðrum framleiðendum.

Villuskilaboð segja hylkin skemmd

Þau villuskilaboð sem eigendur prentaranna fengu í kjölfar uppfærslunnar sögðu að vandamál væru með prenthylkin, þau vantaði, væru skemmd eða af eldri kynslóð.

Einn viðskiptavina fyrirtækisins sagði á umræðuvettvangi viðskiptavina að uppfærslan hefði verið gerð „án míns leyfis,“ og villuskilaboðin segðu nú að prenthylkið væri ónýtt. „Ég nota prentarann daglega í vinnu og nú er ég í vanda.“

Keppinautur segist kominn fyrir vandann

Prentararnir sem urðu fyrir þessum áhrifum eru HP OfficeJet, OfficeJet Pro og OfficeJet Pro X.

123inkt segist hafa tekist að framleiða örgjörva fyrir eigin prenthylki sem myndu virka í prentara HP.

„Prentaraframleiðendur nýta sér oft reglulegar hugbúnaðaruppfærslur á þennan hátt, og segja þær gerðar til að lagfæra virkni prentaranna eða leysa öryggisatriði.“