Iðnfyrirtækið Promens skilaði 31,4 milljón evra hagnaði á síðasta ári. Upphæðin samsvarar 4,9 milljörðum íslenskra króna.  Tekjur vegna sölu námu 594,5 milljónum evra, að þvi er fram kemur í frétt mbl.is um uppgjörið. Lítils háttar lækkun varð á hagnaði fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta vegna þessa, en hann fór úr 59,9 milljónum evra árið 2012 í 56,6 milljónir, eða sem nemur 8,8 milljörðum íslenskra króna.

Þá segir að hagnaður samstæðunnar hafi numið 31,4 milljónir evra að frádregnum einskiptiskostnaði, en vegna lækkunar fjármagnsliða og skatta hækkaði hagnaður samstæðunnar um 10% frá árinu 2012. Hagnaður samstæðunnar nam 19,9 milljónum evra sem er met í sögu Promens.