Sterlingspundið hríðféll á asískum mörkuðum í dag vegna þess sem er talið vera stafræn villa eða mannleg mistök að sögn sérfræðinga. Pundið féll um 6% á asískum mörkuðum í morgun. Það er mesta fall pundsins eftir að ljóst var að Bretar gengu úr Evrópusambandinu.

Það þýðir að líklegt sé að sjálfstýrð sala á pundinu hafi farið á fullt vegna frétta um „harðar samningaviðræður.“ Seðlabanki Englands kannar nú nákvæmlega hvað hefði getað valdið þessari miklu lækkun á genginu.

Mannleg mistök?

Í frétt Financial Times er talað um að Francois Hollande, forseti Frakklands, fór fram á það að samningaviðræðurnar við Breta yrðu „ harkalegar .“ Það gæti mögulega hafa verið ákveðin stilling sem að kvað á að bregðast ætti við neikvæðum fréttum. Einnig gæti orsökin verið sú að verðbréfamiðlari hafi einfaldlega slegið inn vitlausa tölu að mati sérfræðinga.

Um málið er fjallað í frétt BBC . Þar er einnig hægt að sjá forvitnilega mynd af gengi pundsins á mörkuðum í Asíu.