Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að ef Úkraína gerir fríverslunarsamning við Evrópusambandið muni Tollabandalagið, sem Rússar eru í forsvari fyrir, þurfa að grípa til verndaraðgerða.

„Ef nágrannar okkar fella niður tollamúra gagnvart Evrópusambndinu þá mun flæða inn til Úkraínu vörur sem eru af frekar miklum gæðum og góðu verði,“ sagði hann við rússneskar fréttastofur. „Þá verða ríkin innan Tollabandalagsins að huga að verndaraðgerðum,“ bætti hann við.

Fyrirhugað er að Úkraínumenn undirriti fríverslunarsamning við ESB í nóvember.

Nánar má lesa um málið í EU Business.