Vladimír Pútin ók í dag yfir brúnna sem liggur yfir Kerch-sund. Brúin er milli Krímskaga og skemmdist mikið þegar bílsprengja sprakk á henni þann 8. Október.

Rússneskir fjölmiðlar birtu fyrr í dag myndband þar sem Pútín sést aka yfir brúnna á gömlum Mercedes-Benz S Class. Forsetinn hefur án vafa viljað láta lítið á sér bera.

Ekki er vitað til þess að Pútin hafi verið nær landamærum Úkraínu, síðan Rússar réðust inn í Úkraínu.

Bíllinn sem Pútin ók yfir brúnna á er af sömu kynslóð og fyrrum forsetabíll hans.

Pútin sést ræða við um endurgerð brúarinnar við Marat Khusnulin, varaforsætisráðherra, sem ber ábyrgð á framkvæmdinni.