*

sunnudagur, 28. febrúar 2021
Fólk 4. janúar 2021 11:25

Ráða Finnboga, Martein og Sigurpál

Þrír nýjir starfsmenn ráðnir til Samkaupa, þeir Finnbogi Llorens, Marteinn Már Antonsson og Sigurpáll Melberg.

Ritstjórn
Finnborgi Llorens, Marteinn Már Antonsson og Sigurpáll Melberg eru nýir starfsmenn hjá Samkaupum.
Aðsend mynd

Samkaup hafa ráið inn þrjá nýja starfsmenn, Finnboga Llorens, Martein Má Antonsson og Sigurpál Melberg. Starfsmennirnir eru allir sagðir búa yfir víðamikilli reynslu en þeir hafa nú þegar hafið störf.  

Finnbogi Llorens hefur hafið störf sem rekstrarstjóri vöruhúss og flutninga. Áður starfaði Finnbogi sem innkaupastjóri hjá Ellingssen og þar áður sem vörustjóri hjá Olíuverzlun Íslands. Finnbogi hefur einnig stundað nám í rekstrarhagfræði við Háskólann í Reykjavík auk þess að stunda nám á frumgreinadeild sama skóla.

Marteinn Már Antonsson hefur hafið störf sem verkefnastjóri á fjármálasviði Samkaupa. Martinn lauk nýlega námi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Samhliða námi vann Marteinn sem þjónusturáðgjafi og gjaldkeri hjá Arion banka.

Sigurpáll Melberg hóf nýlega störf sem innkaupastjóri hjá Samkaupum. Áður starfaði Sigurpáll hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Sigurpáll lauk nýlega námi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands.  

  • „Við bjóðum þá að sjálfsögðu hjartanlega velkomna til starfa,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Samkaupum. „Allir þrír búa yfir mikilli reynslu og menntun og munu þeir hjálpa okkur hjá Samkaupum við að vaxa og dafna. Það er mikilvægt fyrir okkur að geta bætt við góðu og reynslumiklu fólki við mannauðinn okkar.“

Hjá Samkaupum starfa um 1300 manns í tæplega 700 stöðugildum, en fyrirtækið rekur 60 verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland.