Á fundi Félags atvinnurekenda um uppbyggingu Landspítala við Hringbraut ítrekaði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra þá skoðun sína að byggja eigi spítalann við Hringbraut.

Samtök um betri spítala á betri stað hafa bent á að hagkvæmara sé að byggja annars staðar, eins og til dæmis við Elliðavog eða í Fossvogi.

„Marg­ ítrekuð skoðun málsins, umfjöllun fagaðila, endurmat á faglegum niðurstöðum og umfjöllun Alþingis hefur alltaf leitt okkur að sömu niðurstöðu sem felur í sér uppbyggingu við Hringbraut,“ sagði Kristján Þór meðal annars á fundinum.