Spotify tapaði 270 milljónum evra á fjórða ársfjórðungi samanborið við 39 milljóna evra tap á sama fjórðungi árið 2021.

Félagið tapaði 430 milljónum evra á árinu öllu samanborið við 34 milljón evra tap árið 2021.

Aukið tap streymisveitunnar skýrist af 44% hærri rekstrarkostnaði á milli ára vegna mikillar fjölgunar starfsmanna. Nú hefur félagið tilkynnt að það hyggst segja upp 600 manns, eða sem nemur 6% vinnuaflsins.

Spotify náði 10 milljón nýjum áskrifendum á fjórðungnum og var með 205 milljónir áskrifenda í lok árs.