Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir ráðstefnu um kísil og sólarorku föstudaginn 26. september næstkomandi kl. 13:15 - 16:20. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Kísilhreinsun og sólarorkuvæðing heimsins: Er Ísland að komast á kortið?“.

Fram kemur í fréttatilkynningu að framleiðsla á hreinkísli til notkunar í sólarhlöð hafi margfaldast á undanförnum árum og búist sé við að þessi þróun haldi áfram næstu áratugina. Á íslandi séu miklir möguleikar til að taka þátt í þessarri þróun og allt stefni í mikla uppbyggingu á kísiliðnaði hérlendis. Síðustu misseri hafi mikið verið rætt um þróunina og sé ráðstefnan innlegg til að efla upplýsta umræðu og til að varpa ljósi á hversu fjölbreytt verkefni sé um að ræða. Fjallað verði um hrákísilframleiðslu en megináhersla verði á hreinkísil framleiðslu, og þá sérstaklega ferli Silicor sem áformi uppbyggingu hér á landi.

Dagskrá ráðstefnunnar:

13.15 Ráðstefna sett: Ari Kristinn Jónsson, rektor HR
13:20 Um sólarorku og sólarhlöð: Halldór G. Svavarsson, dósent við tækni- og verkfræðideild HR
13:40 Framleiðsluferli kísils: Guðrún Sævarsdóttir, deildarforseti tækni- og verkfræðideildar HR
14:00 Hreinsun kísils: Alain Turenne, tæknilegur framkvæmdastjóri Silicor Materials Inc.
14:20 – 14.40 Kaffihlé
14:40 Framleiðsla sólarkísils á Íslandi: Clemens Hofbauer, rekstrarstjóri Silicor Materials Inc
15.00 Kísill og sólarhlöð: Lars Arnberg, prófessor við NTNU, Norwegian University of Science and Technology
15:20 Um umhverfisáhrif og starfsleyfi: Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, verkefnastjóri hjá Umhverfisstofnun
15.40 Mikilvægi menntunar á sviði orkumála fyrir Ísland: Halla Hrund Logadóttir, framkvæmdastjóri Iceland School of Energy
15.50 Pallborðsumræður: Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Guðni Jóhannesson, orkumálastjóri, Teresa Jester, CEO hjá Silicor Materials, Guðrún Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar HR og Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Fundarstjóri verður Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.