*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 27. nóvember 2011 09:01

Ræstingarisinn ISS veltir 2,5 milljörðum á Íslandi

Aðeins einn Íslendingur í stjórn ISS hér á landi.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Heildartekjur ræstingafyrirtækisins ISS Ísland ehf. voru 2,5 milljarðar króna á árinu 2010 og jukust um rúmlega 11% milli ára.

Hagnaður af starfseminni var tæpar 99 milljónir króna árið 2010 samanborið við 192 milljónir króna árið áður. Eigið fé ISS Ísland var 1,1 milljarður króna í lok árs 2010.

ISS á Íslandi er 100% í eigu ISS-Danmark A/S sem eiga alla stjórnarmenn í fyrirtækinu fyrir utan eina Íslendinginn í stjórn sem er Ingimundur Sigurpálsson. ISS á Íslandi sér um ræstingar, mötuneyti og aðra fasteignaumsýslu.

Stikkorð: ISS