Jonas Gahr Störe, formaður norska Verkamannaflokksins, mun ræða um olíuleit á Íslandsmiðum í gegnum myndband á opnum fundi Samfylkingarinnar á sunnudaginn.

Fundurinn fjallar um olíuleit á Íslandsmiðum. Kristinn Einarsson ráðgjafi hjá Orkustofnun, og Kristín Haraldsdóttir, forstöðumaður Auðlindaréttarstofnun Háskólans í Reykjavík, munu greina frá stöðu mála í olíuleit. Þá munu Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri hjá Mannviti, og Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, ræða um tækifærin í olíuleit og hvað beri að varast.

Á morgun fer svo fram flokksstjórnarfundur hjá Samfylkingunni.