*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Erlent 4. febrúar 2019 11:53

Rafmynt fyrir milljarða óaðgengileg

Forsvarsmenn kanadískrar kauphallar hafa misst aðgang að fjármunum félagsins eftir andlát stofnandans.

Ritstjórn
Meðal eigna í fórum kauphallarinnar voru 26.500 Bitcoin, sem eru um 11 milljarða króna virði.
epa

Kanadísk rafmyntakauphöll, sem skuldar viðskiptavinum sínum 190 milljón Bandaríkjadali, tæpa 23 milljarða króna, hefur ekki aðgang að meirihluta fjárins – sem geymdur er í formi rafmyntar sem ekki er hægt að nálgast gegnum netið (e. cold storage) – eftir að stofnandinn og framkvæmdastjórinn lést í desember.

Ekkja stofnanda QuadrigaCX, Jennifer Robertson, hefur í kjölfarið sótt um greiðslustöðvun, og unnið er að því að endurheimta aðgang að fjármununum, en að minnsta kosti hluti þeirra var geymdur á dulkóðaðri fartölvu stofnandans, Geralds Cotten.

Robertson segir Cotten hafa séð alfarið um meðferð fjármunanna – sem samanstanda af Bandaríkjadölum, fjórum tegundum Bitcoin, og rafmyntunum litecoin og ethereum. Virði rafmyntanna sem ekki næst í er tæpar 150 milljónir dala, eða tæpir 18 milljarðar íslenskra króna.

Robertson sagði einnig frá því að hún hefði engin skjöl tengd rekstrinum í höndunum.

Stikkorð: Bitcoin
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is