*

fimmtudagur, 14. nóvember 2019
Innlent 1. október 2019 09:15

Rafmyntarisi kaupir Algrim

Ripple, sem er eitt stærsta fyrirtæki innan rafmyntagreinans, hefur gengið frá kaupum á íslenska fyrirtækinu Algrím.

Ritstjórn
epa

Ripple, sem er eitt stærsta fyrirtæki innan rafmyntagreinans, hefur gengið frá kaupum á íslenska fyrirtækinu Algrim. Ripple greinir frá þessu á vef sínum.

Í fréttinni segir jafnframt að með þessu verði til ný starfsstöð á Íslandi og fagnar félagið því að fá hæfileikaríka starfsmenn Algrims til liðs við sig. Ripple segir að undanfarin tvö ár hafi byggt upp markaðstorg með rafmyntir. Haft er eftir Daða Ármannssyni, framkvæmdastjóra Algrimis, að Ripple og Algrimi deili sameiginlegri sýn og hann sé spenntur að búa til greiðslumiðlun framtíðarinnar hjá Ripple.

Ripple gefur meðal annars út rafmyntina XRP, sem er ein sú stærsta í heimi.

Stikkorð: Algrím Ripple