Hver er uppáhaldsbíllinn sem þú hefur ekið?

Ég er almennt mikil BMW mann­ eskja og við fjölskyldan eigum einn eldgamlan sem hefur fylgt okkur í 13 ár. Þrátt fyrir að hann sé úr sér genginn er einhver sjarmi yfir hon­um enn og hann því alltaf í smá uppáhaldi. Ég ók líka eitt sinn einn hring á Lamborghini sem var ansi skemmtilegt.

Hver er eftirminnilegasta bílferðin?

Þegar ég var 10 ára gömul keyrði pabbi með mig út á Garðskaga og leyfði mér að setjast við stýr­ið í fyrsta sinn. Ég náði ekki niður á kúplinguna svo pabbi sat undir mér. Þetta var algjör ævintýraferð og framvegis varð þetta fastur liður í sunnudags­ rúntinum.

Hvort myndirðu vilja keppa í kappakstri eða torfæru?

Ég horfði mikið á kappakstur með pabba mínum þegar ég var yngri og það hefur alltaf blundað í mér að prófa kappakstur einhvern tím­ ann. Ég held ég láti þó aldrei verða af því þar sem ég er svo lífhrædd eftir að ég eignaðist börnin okkar. Torfæra er líka spennandi en ég er þó ekki mikið fyrir bílveltur þann­ ig að ég myndi líklegast enda með að keppa í bílabóni eða einhverju álíka.

Rætt er við Ragnhildi Steinunni í Bílablaðinu sem fylgdi með Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .