Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri Reykjavíkur, segjast sammála um mikilvægi öflugrar löggæslu. Þetta kemur fram í frétt dómsmálaráðuneytisins.

Reykjavíkurborg ákvað nýverið að ráða sérstaka miðborgarverði til að aðstoða við löggæslu miðsvæðis Reykjavíkur. Dómsmálaráðherra segist fagna því framtaki.

Hverfagæsla barst í tal embættismannanna, en þó voru þeir sammála um að slíkt kæmi aldrei í stað öflugrar löggæslu.

Ein niðurstaðna fundarins er að ríki og borg ætli að hefja ríkara samstarf á sviði löggæslu.