*

föstudagur, 16. apríl 2021
Fólk 16. september 2020 17:07

Rakel nýr samskiptastjóri

Rakel Orradóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri SWIPE Media, en hún starfaði áður hjá Reebok Fitness.

Ritstjórn
Rakel Orradóttir starfaði áður hjá Reebok Fitness sem bæði samfélagsmiðlastjóri sem og einkaþjálfari og kennari.
Aðsend mynd

Rakel Orradóttir hefur verið ráðin sem samskiptastjóri framleiðslu- og ráðgjafarfyrirtækisins SWIPE Media.

Rakel starfaði síðast sem einkaþjálfari og kennari hjá Reebok Fitness, ásamt því að vera samfélagsmiðlastjóri fyrirtækisins.

Rakel er sömuleiðis frumkvöðull sem stofnaði fyrirtækin Blush og Sambandsmiðlun.

SWIPE Media sérhæfir sig í því að framleiða áhrifaríkt efni á samfélagsmiðlum fyrir einstaklinga og fyrirtæki.