Enginn þeirra sem sat í rannsóknarnefnd Alþingis árið 2010 hefur svarað spurningum blaðamanna um viðskipti Björgólfs Thor Björgólfsson sem fram komu í Rannsóknarskýrslu nefndarinnar. Þetta er þvert á það sem áður hefur komið fram. Björgólfur Thor skrifar um málið á vefsíðu sinni, btb.is.

Björgólfur greinir þar frá því að bæði Sigrún Davíðsdóttir, fréttamaður Ríkisútvarpsins, og breska dagblaðið Observer hafi fengið svör við spurningum og nánari upplýsingar um skrif nefndarinnar um sig í skýrslu rannsóknarnefndarinnar.

Björgólfur bendir á að hann hafi ritað forseta Alþingis bréf og þeirra sem í nefndinni sátu um þær upplýsingar sem þeir gáfu. Hann segir Pál Hreinsson, Tryggva Gunnarsson og Sigríður Benediktsdóttur öll hafa neitað því að hafa tjáð sig um skýrsluna við fjölmiðla.

Pistil Björgólfs má lesa hér