*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Fólk 5. september 2018 10:49

Raquelita nýr framkvæmdastjóri Stokks

Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Stokks Software. Þá hefur Halldór Sigurðsson verið ráðinn tæknistjóri.

Ritstjórn
Raquelita Rós er með B.Sc. í tölvunarfræði og hefur mikla reynslu og þekkingu í verkefnastjórnun og innleiðingu verkferla.
Aðsend mynd

Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Stokks, og tekur við af Andra Sigurðssyni, að því er fram kemur í tilkynningu. Raquelita er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskóla Reykjavíkur, og hefur starfað hjá Stokki í þrjú ár, bæði sem gæða- og rekstrarstjóri.

Þá hefur Halldór Sigurðsson verið ráðinn tæknistjóri fyrirtækisins, en Halldór hefur starfað hjá Stokki í tæp fjögur ár, og er með B.Sc. í verkfræði frá Háskóla Reykjavíkur.

Stokkur sérhæfir sig í smáforritum, og hefur meðal annars hannað slík fyrir Dominos, Strætó, Alfreð, og Aur. Auk starfsstöðvarinnar í Reykjavík hefur félagið starfsstöð í Prag í Tékklandi.

Stikkorð: Raquelita Rós Stokkur
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is