Íslenskir neytendur virðast ekki enn vera farnir að draga saman seglin þrátt fyrir mikla verðbólgu og minni bjartsýni á horfur í efnahagsmálum, segir greiningardeild Glitnis.

Kreditkortavelta nam 21,3 milljörðum króna í júlí en það er ríflega 6% minna en í júní. Debetkortavelta dróst saman um 3%, að raungildi í júlí, miðað við sama tímabili fyrir ári.

?Sama mynstur hefur raunar sést í þessum tölum á þessum tíma árs síðustu tvö ár, og kann að skýrast af sumarleyfum landsmanna. Hins vegar nam raunaukning kreditkortaveltu frá sama mánuði í fyrra tæpum 14% og á sú aukning jafnt rætur í kortanotkun innanlands sem erlendi," segir greiningardeildin.

Hún segir að sterkt samband sé milli raunþróunar kreditkortaveltu og þróunar einkaneyslu.

?Lætur nærri að aukning neyslu sé tveir þriðju hlutar af raunaukningu kortaveltu en samkvæmt því virðist einkaneysla á þriðja ársfjórðungi ætla að byrja með myndarlegum vexti. Samkvæmt þessari aðferðafræði var vöxtur einkaneyslu nálægt 10% á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Ekki er því að finna skýr merki í tölum um kreditkortaveltu um að nú hægi á að marki í efnahagslífinu," segir greiningardeildin.