Sænska fyrirtækið ScandCap hefur undanfarið leitað verkefna á Íslandi og tekur nú þátt í sölu og hlutafjáraukningu hjá tveimur íslenskum tæknifyrirtækjum. Í heild eru verkefni ScandCap hér á landi þrjú talsins og nemur fjármagnið sem fyrirtækin eru að afla milljörðum króna í hverju verkefni.

Hann segir mikinn áhuga meðalerlendra fjárfesta á íslenskum fyrirtækjum. Aðstæður hérlendis geti hins vegar sett þeim stólinn fyrir dyrnar. „Fyrsta rauða flaggið er þegar fjárfestar spyrja sig hvað geti gerst ef þeir setja nokkra milljarða inn í landið. Verður lögunum bara breytt? Hvernig koma þeir fjármununum aftur út?“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.