Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,67% í dag og endaði í 1.361,88 stigum. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 3,88%.

Gengi bréfa Fjarskipta lækkaði um 2,30%, VÍS um 2,19% og TM um 2,09%. Gengi bréfa HB Granda hækkaði hins vegar um 0,95% og voru það einu bréfin sem hækkuðu í verði í dag. Bréf Regins, Nýherja og BankNordik stóðu í stað.

Velta á hlutabréfamarkaði nam 503,7 milljónum króna og var veltan mest í viðskiptum með bréf Fjarskipta, en þau námu 131,2 milljónum króna.