Spænska fjármálaveikin, þ.e.a.s. óttinn um að Spánn þurfi mun stærri neyðaraðstoð en þegar hefur verið samþykkt af evrulöndunum, hafði áhrif í kauphöllinni í New York í dag.

Vísitölurnar þrjár, Dow Jones, S&P og Nasdaq lækkuðu álíka mikið og í helstu kauphöllum Evrópu, utan Spánar og Ítalíu þar sem lækkunin var mun meiri.

Dow Jones lækkaði um 0,82%, S&P um 0,9% og Nasdaq um 0,94%.